Noble, D.F., 1992: A World without Women. The Christian Clerical Culture of the Western Science. New York. Um kvennablindu evrópskra háskóla, m.a. hvernig hún hélst óbreytt þrátt fyrir aukna vísindahyggju á upplýsingaröld.
History of Women in the West III. Renaissance & Enlightenment Paradoxes. Ritstj. N.Z. Davis & A. Farge. Cambridge, Mass.
Bridenthal, Koonz, Stuard, 1987: Becoming Visible. Women in European History. 2. útg. Boston. Sjá einkum 10. kafla eftir E. Fox-Genovese.
Kvinder fra urtid til nutid. 2. bindi. Ritstj. Ida Blom. København 1992, bls. 561-581.
Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson. Reykjavík 1990. Um mun æðri menningar og alþýðumenningar sjá einkum greinar Hjalta Hugasonar og Lofts Guttormssonar, um réttarfar Davíð Þór Björgvinsson.
Anna Sigurðardóttir, 1976: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna frá 1746 til 1975. Kvennasögusafn. Reykjavík.
Íslenskar kvennarannsóknir. Gagnagrunnur 1970-1997. I. Sagnfræði. Abstracts on Women’s Studies in Iceland 1970-1997. I. History. Ritstj. Helga Kress. Reykjavík.
Inga Huld Hákonardóttir, 1992: Fjarri hlýju hjónasængur - öðruvísi Íslandssaga. Reykjavík.
Guðrún P. Helgadóttir, 1963: Skáldkonur fyrri alda II. Akureyri. Ágætur formáli. Kaflar um Steinunni í Höfn sem var amma Snorra á Húsafelli og lifði fram yfir 1710, Siggu skáldu sem sögð er hafa ort hið vinsæla ljóð Geðfró, d. 1707, Látra-Björgu 1716-1784, Katrínu Jónsdóttur á Prestsbakka, f. 1761 - og jafnöldrur hennar, hinar háðsku Ljósavatnssystur. Einnig Vatnsenda-Rósu f. 1795, en orti margar sínar bestu stökur fyrir 1830.
Bergljót S. Kristjánsdóttir, 1996: "Gunnlöð ekki gaf mér neitt / af geymsludrykknum forðum." Um Steinunni Finnsdóttur, Hyndlurímur og Snækóngsrímur; um efni rímnanna, skáldskaparmál, mansöngva o.fl.; Guðamjöður og arnarleir. Ritstj. Sverrir Tómasson. Reykjavík. Bergljót sýnir þar fram á að Steinunn vinnur öðruvísi en karlar úr mansöngshefðinni og dregur fram frumleg tök hennar á skáldskapar- og myndmáli, sem og efnistökum.
Svanhildur Gunnarsdóttir, 1995: Sagan af þeim eingelska og nafnfræga Berthold (1756). Uppruni og umhverfi þýddrar skáldsögu. Ópr. meistaraprófsritgerð, varðveitt í Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafni (Lbs., Hbs.). Tvær konur ortu rímur út af þessari sögu, og hafa aðrar þeirra geymst, eftir Hólmfríði Markúsdóttur meðhjálpara í Flatey (f. um 1741, d. 1799).
Kári Bjarnason, 1997: Orðræðan um Maríu Guðsmóður. Rannsókn á Maríumynd íslenskra skálda 1400-1800. Ópr. meistaraprófsritgerð, varðveitt í Lbs., Hbs. Sjá einnig grein Kára um sama efni: María Guðsmóðir og menningararfurinn. Fréttabréf Ættfræðifélagsins, febrúar 1997.
Einar Sigurbjörnsson lýsir kenningum lútherskrar kirkju um Maríu í samantektinni: "Má hún vel kallast makleg þess - Um Maríu Guðs móður." Tímarit Háskóla Íslands. 1. tbl. 1990.
María Anna Þorsteinsdóttir, 1996: Tveggja heima sýn. Saga Ólafs Þórhallasonar og þjóðsögurnar. Studia Islandica 53. Reykjavík. Áhugaverð meistaraprófsritgerð um eina fyrstu íslensku skáldsöguna, sem rituð var af Eiríki Laxdal um 1800. Sagan gerist að miklu leyti í álfabyggðum þar sem konur njóta jafnréttis á við karla á mörgum sviðum, svo sem ástamálum og dómarastörfum. Höfundur tengir kvenfrelsi sögunnar við hugmyndastrauma frá frönsku byltingunni, sem og innlendar þjóðsagnahefðir. Í framhaldi af henni er við hæfi að nefna Íslenskar útilegumannasögur sem út komu í Reykjavík árið 1987 í umsjón Guðrúnar Bjartmarsdóttur ásamt góðum formála hennar. Loks flutti Margrét Eggertsdóttir spjall á afmæli Kvennasögusafns 5. des. 1997: "Fleiri gjörði hún vísur þó ei viti ég". Nokkur orð um kveðskap kvenna og varðveislu hans. Mun það birtast á prenti innan tíðar.
Undirbúningur nýrrar kirkjusögu fjölmargra höfunda undir ritstjórn Hjalta Hugasonar í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku hefur skilað allmiklu efni um konur sem legið hefur í þagnargildi. Loftur Guttormsson mun fjalla um tímabilið frá 1550-1800 og hugar m.a. að stöðu og hlutverki kvenna skv. lútherskri hugmyndafræði, hvernig áherslur færast eftir siðbreytingu frá abbadísum og heilögum meyjum til starfsömu eiginkonunnar - eða frá Maríu til Mörtu.
Í tengslum við kirkjusöguna var gefið út ritgerðasafnið Konur og kristsmenn. Þættir úr kristnisögu Íslands. Ritstj. Inga Huld Hákonardóttir. Reykjavík 1996. Fjórar ritgerðanna varða upplýsingaröld:
Guðrún Ása Grímsdóttir: Um íslensku prestskonuna á fyrri öldum. Óháð ætterni eða efnahag urðu margar prestskonur til fyrirmyndar um hússtjórn og uppeldi, sem og stuðning við eiginmenn og samfélag.
Margrét Eggertsdóttir: Í blíðum faðmi brúðgumans. Hlutur kvenna í trúarlegum kveðskap á 17. og 18. öld. Margrét skoðar kvenmyndina í trúarlegum ljóðum eftir karla og einnig trúarlegan kveðskap eftir konur á þessu tímabili.
Sr. Gunnar Kristjánsson: Viðhorf Vídalínspostillu til kvenna. Þar er skoðað hvernig hinn ástsæli predikari lýsir konum í ýmsum hlutverkum hins daglega lífs.
Elsa E. Guðjónsson: Með silfurbjarta nál. Um kirkjuleg útsaumsverk íslenskra kvenna í kaþólskum og lútherskum sið. Þar segir af ýmsum konum á 18. öld, meðal annars Vatnsfjarðarsystrum, Rannveigu sem var systir Eggerts Ólafssonar og eiginkona Björns í Sauðlauksdal og Guðrúnu dóttur Skúla fógeta, sem og nokkrum biskupsfrúm. Ítarleg ritaskrá. Sjá einnig: Höklar. Ritstj. sr. Gunnar Kristjánsson. Reykjavík 1993.
Ýmsar stuttar greinar má finna hér og þar, t.d. Sigurjón Einarsson, 1977: Að leiða konur í kirkju. Stutt samantekt um kirkjuleiðslu kvenna í lútherskum sið á Íslandi. Saga XV.
Ragnheiður Sverrisdóttir, 1981: Kirkjuleiðsla kvenna á Íslandi. Ópr. B.A.-ritgerð, varðveitt í Lbs., Hbs.
Kristján Eldjárn, 1971: Bænhúsið að Gröf. 2. útg. Reykjavík. Það var á Höfðaströnd, þar sem biskupsekkjur áttu sér oft samastað á efri árum.
Hörður Ágústsson, 1976: Bæjardyraport Þóru Björnsdóttur. Menntir og minjar. Afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn. Reykjavík.
Sjá ennfremur umfjöllun um efnið í eftirfarandi ritum:
Hjalti Hugason, 1988: Kristnir trúarhættir. Íslensk þjóðmenning V. Reykjavík og Árni Björnsson, 1996: Merkisdagar á mannsævinni. Reykjavík. Þá vinnur Inga Huld Hákonardóttir að ritgerð um konur og trúarmenningu á 19. öld og seint á þeirri 18.
Rannsóknir á hagsögu fyrri alda kalla oft á umfjöllun um ýmsa lýðfræðilega þætti: fæðingar og lífslíkur, bönn við giftingum jarðnæðislausra o.s.frv. Fræðimenn lesa úr tölum sínum margt sem í hæsta máta snertir kjör kvenna og afkomu. Meðal sveitarómaga og þurfamanna eru þær ekki sjaldséðar.
Gísli Gunnarsson, 1987: Upp er boðið Ísaland; einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík. Sjá og ýmsar ritgerðir Gísla, svo sem Fertility and nuptiality in Iceland´s demographic history. Lundi 1980. 2. útg. Reykjavík 1984, og Fátækt á Íslandi fyrr á tímum. Ný saga 4 1990.
Gísli Ág. Gunnlaugsson, 1982: Ómagar og utangarðsfólk. Fátækramál Reykjavíkur 1786-1907. Reykjavík. Sjá einkum bls. 24-68. Margar gagnlegar greinar er einnig að finna í ritgerðasafni Gísla Ágústs, 1997: Saga og samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar. Ritstj. Guðmundur Hálfdanarson, Loftur Guttormsson, Ólöf Garðarsdóttir. Reykjavík. Þar er víða fróðleik að finna um hag kvenna á 18. öld.
Loftur Guttormsson hefur einnig skoðað gaumgæfilega hjónabönd og barneignir, en fremur frá sjónarhorni uppeldis og hugmyndasögu t.d. í riti sínu Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar. Rit Sagnfræðistofnunar 10. Reykjavík 1983. Rannsóknir hans á lestrarkunnáttu á 18. öld gefa mikilvægar upplýsingar um þátt kvenna í uppfræðslu og lestrarkennslu, m.a.: 1981: Island. Læsefærdighed og folkeuddannelse i Island 1540-1800. Ur nordisk kulturhistoria. Läskunnighet och folkbildning före folkskoleväsendet. XVIII nordiska historikermötet. Ritstj. Jokipii og Nummela. Jyväskylä; 1987: Bókmenning á upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alþýðumenningu. Gefið og þegið. Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum. Reykjavík. Einnig 1987: Uppeldi á upplýsingaröld. Um hugmyndir lærdómsmanna og hátterni alþýðu. Ritröð KHÍ og Iðunnar 9. Reykjavík.
Sjá ennfremur:
Ingunn Þóra Magnúsdóttir, 1989: Um blessaðan lífs-ávöxt á 17. og 18. öld: viðhorf til barnauppeldis og aga. Sagnir 10.
Ólöf Garðarsdóttir, 1990: Guðsótti og góðir siðir. Uppeldisviðhorf frá siðaskiptum til upplýsingar. Sagnir 11.
Þórunn Valdimarsdóttir, 1986: Dyggðaspegill. Sagnir 7.
Silja Aðalsteinsdóttir, 1981: Íslenzkar barnabækur 1780-1979. Reykjavík. Sjá einkum bls. 17-25 og 36-44. Silja skoðar viðhorf til telpna jafnt sem drengja í bókum upplýsingarmanna fyrir börn.
Már Jónsson, 1985: Dulsmál á Íslandi 1600-1920. Meistaraprófsritgerð, varðveitt í Lbs., Hbs. (kom út í 120 fjölrituðum eintökum); 1993: Blóðskömm á Íslandi 1270-1870. Reykjavík. Auk þess hefur Már ritað fjölmargar greinar sem tengjast tímabilinu meira eða minna, t.d. Már Jónsson, 1991: Dulsmál í Landnámi Ingólfs 1630-1880. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess. 4. Reykjavík. Sjá og ritgerð Más, 1992: Ofbráðar barneignir á fyrri hluta 19. aldar. Sagnir 13.
Páll Sigurðsson, 1971: Brot úr réttarsögu. Reykjavík. M.a. fjallað um aftökur á Þingvöllum fram á miðja 18. öld, kvenna sem karla.
Bára Baldursdóttir, 1993: Ekki skaltu láta galdrakonuna lifa. Af Galdra-Möngu og Galdra-Imbu. Sagnir 14. Um mildi yfirvalda í garð galdrakvenna á síðari hluta sautjándu aldar.
Anna Sigurðardóttir, 1985: Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár. Úr veröld kvenna II. Kvennasögusafn Íslands. Reykjavík. Sögulegt yfirlit yfir hvers kyns kvennastörf, einnig kjör og laun. Afar fróðlegt rit.
Þórunn Magnúsdóttir, 1984: Sjósókn sunnlenskra kvenna frá verstöðvum í Árnessýslu 1697-1980. Vestm. Sjá einnig Oddný Yngvadóttir, 1987: Breiðfirskar sjókonur. Sagnir 8. Höfundur telur þær margar á 18. og 19. öld, og veltir fyrir sér orsökum þess. Prýðileg ævisaga sjókonu er eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, 1975: Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum með viðaukum og fylgiskjölum. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík.
Anna Sigurðardóttir, 1984: Úr veröld kvenna - Barnsburður. Ljósmæður á Íslandi II. Ritstj. Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands. Reykjavík. Í sama riti rekur Helga Þórarinsdóttir menntunarsögu ljósmæðra aftur til 1761.
Loftur Guttormsson, 1983: Barnaeldi, ungbarnadauði og viðkoma á Íslandi 1750-1860. Athöfn og orð. Afmælisrit helgað Matthíasi Jónassyni áttræðum. Reykjavík.
Sigríður Sigurðardóttir, 1982: Höfðu konur börn á brjósti 1700-1900? Sagnir 3.
Helgi Þorláksson, 1986: Óvelkomin börn? Saga XXIV.
Viðhorf til kvenna í ritum upplýsingarmanna hafa lítt verið könnuð. Jón Vídalín var nefndur hér að ofan, en gjöfult rannsóknarefni yrði Arnbjörg, æruprýdd dáindiskvinna á Vestfjörðum: samið af Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal, útg. Egill Stardal. Reykjavík 1973. Sjá ennfremur Ræður Hjálmars á Bjargi fyrir börnum sínum eftir Magnús Stephensen. Viðey 1820. Um kvenmynd Magnúsar sjá Ingi Sigurðsson, 1996: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens. Reykjavík. Sjá einkum bls. 86-89.
Inga Dóra Björnsdóttir, 1991: Nationalism, Gender and the Contemporary Icelandic Women’s Movement. Ópr. doktorsritgerð, varðveitt í Lbs., Hbs. Áhugaverðir kaflar um Fjallkonuna sem margrætt tákn þjóðvitundar, en uppruna þess má rekja til 18. aldar, sbr. ljóð Eggerts Ólafssonar "Ísland". Sjá ennfremur grein Ingu Dóru Björnsdóttur, 1994: "Þeir áttu sér móður." Kvenkenndir þættir í mótun íslenskrar þjóðernisvitundar. Fléttur. Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum I. Ritstj. Ragnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir. Reykjavík. Sjá einkum bls. 72-73.
Þórunn Valdimarsdóttir, 1990: Um gagnkvæma ást manna og meyjar (fjallkonunnar). Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur. Ritstj. Heimir Pálsson. Reykjavík.
Sigríður Björg Tómasdóttir: Orðræða um konur. Um kvenímynd upplýsingarinnar. Ritgerð sem birtast mun í ráðstefnuriti Íslenska söguþingsins 1997, sem út kemur mjög bráðlega.
Finnur Sigmundsson, 1946: Húsfreyjan á Bessastöðum. Reykjavík; 1952: Sendibréf frá íslenskum konum 1784-1900. Reykjavík, og 1961: Konur skrifa bréf" 1797-1907. Reykjavík. Formálar Finns eru stuttir en góðir.
Greinar: Kristín Ástgeirsdóttir, 1991: Sjálfstæðisbaráttan og húsfreyjan á Bessastöðum. Ný saga 5. Kristín skoðar viðhorf Ingibjargar til stjórnmála og byltinga samtíðarinnar, en Guðrún Guðlaugsdóttir frekar einkalíf hennar og heilsufar í greininni: Konan í upphafi 19. aldar. Lesbók Morgunblaðsins 4. mars 1995.
Rétt er að minna á Fru Gytha Thorlacius’ Erindringer fra Island i Aarene 1801-1815. Endurútgefið af H. Prytz. København 1930. Áhugaverð bók sem nær ekkert hefur verið fjallað um.
Alþýðusagnfræðingar hafa dálæti á biskupsfrúm, sakakonum og skáldmæltum förukonum þótt einhverjar heiðarlegar húsfreyjur flækist með. Mikið af slíkum þáttum er að finna í ýmiss konar safnritum, en hér verður látið staðar numið að sinni í þeirri von að skráin geti flýtt fyrir þeim sem auka vilja hlut kvenna í fræðum 18. aldar.