Höfundur:
Þórunn Sigurðardóttir fjallar í greininni um hvernig ljóðlist hefur verið notuð til að lækna sorg og hugarangur, bæði skáldanna sem ortu kvæðin og viðtakenda þeirra: lesenda, flytjenda og hlustenda. Hún tekur fyrir tvö harmljóð eftir sr. Guðmund Erlendsson í Felli, annað þeirra orti hann eftir lát systur sinnar en hitt í orðastað Halldóru Guðbrandsdóttur eftir lát föður hennar.