Í greininni fjallar Aðalheiður Guðmundsdóttir um hugmyndir Jóns um uppeldi drengja og stúlkna. Hún ber saman rit Jóns Hagþenki og sagnakver sem hann safnaði í handa ungri frænku sinni. Greinin er byggð á erindi sem flutt var 27. apríl 2002 á málþinginu „Lærður maður er til allra hluta þénanlegur.“ Um menntun og uppeldi á 18. öld.